Go to Top

Íslenskir náttúruunnendur

Í undirbúningi er stofnun samtaka til að vinna gegn óhóflegri gjaldtöku fyrir það eitt að skoða og ljósmynda Íslenskt landslag og náttúru.  Opin náttúra er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi sem er nú að skila þjóðinni tugum milljarða í tekjur.

Eðlileg lausn málsins er að stjórnvöld veiti fjárveitingar úr þessum sífellt vaxandi milljörðum til að byggja upp og halda við náttúruperlum sem eru undirstaða tekjulindarinnar.  Að loka náttúrunni og krefjast aðgangseyris af ferðamönnum skaðar ímynd lands og þjóðar og gæti rústað ferðaþjónustunni á fáeinum árum.

Við viljum stuðla að opinni umræðu um lausn málsins. Skráðu þig hér til þátttöku: